Versti pabbi ársins kominn í bann hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 11:00 Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær. Vísir/Getty Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32
Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00