

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna.
Freyr Alexandersson gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2019 í Wiesbaden í dag.
Þeir gerast varla erfiðari leikirnir en sá hjá íslenska kvennalandsliðinu í Þýskalandi í dag. Útileikur á móti margföldum heims- og Evrópumeisturum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í dag í undankeppni HM 2019 þegar liðið mætir margföldum meisturum Þýskalands í afar erfiðum útileik.