Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 21:22 Tyler Tenbrink þegar hann yfirgaf ræðu Richard Spencer. Vísir/Getty Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira