Viljum vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Elín Metta Jensen hefur skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira