Lífið

Segir leikkonur Sex and the City ekki vini

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikkonur Sex and the City.
Leikkonur Sex and the City. Vísir/Getty
Leikkonan Kim Cattrall segist vera hrifin af þeirri hugmynd að henni verði hreinlega sleppt þegar kemur að því að gera þriðju Sex and the City kvikmyndina. Cattrall sagði þetta í viðali við Piers Morgan en hún bætti því við að leikkonur þáttanna hefðu aldrei verið vinkonur.

„Við höfum aldrei verið vinir. Við vorum samstarfsfélagar og á einhvern hátt var það gott fyrirkomulag fyrir okkur.“

Hún sagðist aldrei hafa beðið um þriðju Sex and the City-myndina og hvað þá að það væri á einhvern hátt henni að kenna að hún verði ekki að veruleika.

„Ég hef aldrei beðið um peninga. Ég hef aldrei beðið um verkefni. Að það sé litið á mig sem einhverskonar dívu er algjörlega fáránlegt,“ sagði Cattrall.

Hún sagði að hún hefði óskað þess að samstarfsfólk hennar hefði virt ákvörðun hennar að vilja ekki taka þátt í þriðju Sex and the City-myndinni, þá sérstaklega Sarah Jessica Parker.

Cattrall lék Samantha Jones á eftirminnilegan hátt í Sex and the City þáttunum og kvikmyndunum en hún segist vera með hugmynd fyrir þá sem vilja fá þá persónu í þriðju myndina. Hún leggur til að fengin verði önnur leikkona í hlutverki, helst þá af afrískum eða spænskum uppruna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×