Sara Björk og Freyr völdu bæði danska stelpu sem þá bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder fagna saman þýska bikarmeistaratitlinum síðasta vor. Sara er með bikarinn en Harder er lengst til vinstri. Vísir/Getty Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira
Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira