Stríðsleikur í Tékklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Dagný skoraði sigurmark Íslands með skalla á 44. mínútu vísir/anna Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu