Valdís Þóra í efsta sæti eftir mikinn fuglasöng og frábæran fyrsta dag á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira