Störukeppni Air Berlin og Isavia í fullum gangi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2017 16:06 Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu, segir upplýsingafulltrúi Isavia um deilu félagsins við Air Berlin. Vísir/EPA „Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38