Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 26. október 2017 10:15 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl? Svar: Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frekar á dísilbílum en bensínknúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauðsynlegt er að skoða umhverfismál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísilknúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veðurfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum. Ísland hafði sett sér markmið um losun gróðurhúsalofttegunda og lækkun skatta á dísil var gerð til að ná því markmiði. Það sem menn voru ekki undirbúnir fyrir var að svifryk og köfnunarefnisoxíð í andrúmsloftinu jókst eftir breytingarnar. Með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna bensíns varð okkur þannig ljóst að losun annarra óæskilegra efna jókst við aukinn bruna á dísilolíu en dísilbílar losa allt að hundraðfalt meira af svifryki og köfnunarefnisoxíði heldur en bensínbílar. Svifryk og köfnunarefnisoxíð eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur menga þau andrúmsloftið í kringum okkur og rannsóknir hafa sýnt að þessi efni hafa heilsuspillandi áhrif á mannfólkið. Sem dæmi má nefna að aukin svifryksmengun leiðir til fleiri heimsókna og innlagna á spítala vegna hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma auk þess sem efnið hefur verið tengt við hærri dánartíðni. Vegna þessa þarf val hvers og eins á orkugjafa bifreiðar að byggjast á eigin sannfæringu. Viltu minnka losun gróðurhúsalofttegunda eða mengun í andrúmsloftinu? Eða viltu velja umhverfisvænni kost á borð við rafknúna bifreið eða tvinnbíl? Heilsa Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl? Svar: Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frekar á dísilbílum en bensínknúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauðsynlegt er að skoða umhverfismál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísilknúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veðurfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum. Ísland hafði sett sér markmið um losun gróðurhúsalofttegunda og lækkun skatta á dísil var gerð til að ná því markmiði. Það sem menn voru ekki undirbúnir fyrir var að svifryk og köfnunarefnisoxíð í andrúmsloftinu jókst eftir breytingarnar. Með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna bensíns varð okkur þannig ljóst að losun annarra óæskilegra efna jókst við aukinn bruna á dísilolíu en dísilbílar losa allt að hundraðfalt meira af svifryki og köfnunarefnisoxíði heldur en bensínbílar. Svifryk og köfnunarefnisoxíð eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur menga þau andrúmsloftið í kringum okkur og rannsóknir hafa sýnt að þessi efni hafa heilsuspillandi áhrif á mannfólkið. Sem dæmi má nefna að aukin svifryksmengun leiðir til fleiri heimsókna og innlagna á spítala vegna hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma auk þess sem efnið hefur verið tengt við hærri dánartíðni. Vegna þessa þarf val hvers og eins á orkugjafa bifreiðar að byggjast á eigin sannfæringu. Viltu minnka losun gróðurhúsalofttegunda eða mengun í andrúmsloftinu? Eða viltu velja umhverfisvænni kost á borð við rafknúna bifreið eða tvinnbíl?
Heilsa Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp