Halldór Armand gefur út myndband fyrir næstu bók: „Það muna allir eftir 11. september“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2017 13:30 Halldór Armand er höfundur bókarinnar Aftur & Aftur. Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu. Bókmenntir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu.
Bókmenntir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira