Ánægð að það skuli vera þessi gróska í hönnun í Hafnarfirði Magnús Guðmundsson skrifar 28. október 2017 11:30 Minkurinn í Sverrissalnum í Hafnarborg. Mynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“ Menning Tíska og hönnun Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira