Lífið

Fyrstu myndirnar af Katrínu hertogaynju á þriðju meðgöngunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vilhjálmur og Katrín á viðburði í Buckingham höl í dag.
Vilhjálmur og Katrín á viðburði í Buckingham höl í dag. Vísir/Getty
Katrín hertogaynja af Cambirdge var mynduð opinberlega í dag í fyrsta skipti síðan tilkynnt var um óléttuna. Katrín og Vilhjálmur Prins eiga von á sínu þriðja barni en vegna alvarlegrar morgunógleði hefur hún ekki mætt á viðburði síðan í ágúst.

Katrín mætti á móttöku í Buckingham höll í dag og virkaði afslöppuð en hún hefur verið mjög veik síðustu vikur. Talið er að hún sé komin um það bil 12 vikur á leið á meðgöngunni en ekki hefur verið gefið út hvenær barnið er væntanlegt í heiminn.

Katrín var klædd í fallegan bláan kjól á viðburðinumVísir/Getty
Eins og áður sagði hefur Katrín ekki verið mynduð síðan í ágúst þegar 20 ár voru liðin frá dánardegi Díönu prinsessu. Katrín þjáist af hyperedemis gravidarum líkt og á fyrri meðgöngunum, sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði.

Katrín mun hugsanlega fæða sitt þriðja barn á heimili sínu. Ástæðan fyrir því að Katrín íhugar að fæða heima er sögð tengjast því að hún óski eftir meira næði. Hópur fréttamanna, ljósmyndara og aðdáenda beið fyrir utan sjúkrahúsið þegar hún eignaðist þau Georg, fæddan í júlí 2013, og Karlottu, fædda í maí 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×