Dauðinn og stúlkan aldrei hressari Jónas Sen skrifar 11. október 2017 13:30 Calder-kvartett. ...leikur þeirra var í hvívetna þéttur og öruggur, meira að segja í trylltustu augnablikunum, að sögn dómarans. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Schubert, Salonen, Norman og Daníel Bjarnason. Calder kvartettinn lék. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 8. október Brandarakarl nokkur sagði einu sinni: „Lífið er stutt og listin löng; það á sérstaklega við um sinfóníu eftir Brahms.“ Hægt væri að segja það sama um ýmis verk eftir Schubert, sem eru í lengri kantinum. Hann var hins vegar svo innblásinn og frjór að það gerir ekkert til. Sumar tónsmíðarnar hans eru það fallegar að það er eins og að tíminn standi kyrr. Af þessum ástæðum er oft talað um „himneska lengd“ þegar Schubert er annars vegar. Kvartettinn Dauðinn og stúlkan dregur nafn sitt af stefinu í öðrum kaflanum. Það er úr lagi Schuberts við ljóð sem fjallar um dauðann. Hann er þó ekki óvinur í ljóðinu, heldur lausnari. Þannig litu margir á hann á tíma Schuberts, þegar flestir höfðu það skítt, a.m.k. miklu verra en í dag. Lagið sjálft er örstutt, en kvartettinn tekur næstum 50 mínútur í flutningi. Verkið var á efnisskránni hjá hinum heimsþekkta Calder strengjakvartett í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn. Þetta eru ungir menn sem á tónleikunum voru klæddir eins og FBI agentar, í svörtum jakkafötum, hvítum skyrtum og með svört bindi. Það vantaði bara sólgleraugun! Leikurinn var í fremstu röð. Byrjunin á tónsmíðinni er kraftmikil og allur fyrsti kaflinn er þrunginn drama. Eftir því var túlkun fjórmenninganna afskaplega lifandi og full af átökum. Samt var það ekki á kostnað smáatriða fínlegra blæbrigða, sem voru prýðilega mótuð. Samspilið var pottþétt, fjórmenningarnir léku eins og einn maður, heildarhljómurinn var breiður og tær. Svipaða sögu er að segja um hina þrjá kaflana. Sá hægi, með stefinu fræga, er í svokölluðu tilbrigðaformi. Stefið kemur fyrst, og svo taka við stuttir þættir sem eru tilbrigðin, eins konar rímix á nútímamáli. Á tónleikunum uxu þau upp í voldugan hápunkt sem var einstaklega áhrifaríkur. Sá síðasti er einkar vandasamur, hann gerir kröfur um mikla nákvæmni, en fjórmenningarnir misstu aldrei fókusinn. Tónarnir voru ávallt hreinir og samtaka. Hvílíkur unaður! Eftir hlé voru þrjár nútímatónsmíðar á efnisskránni, tvær þeirra nokkuð svipaðar. Það voru Homunculus eftir Esa-Pekka Salonen og Stop Motion eftir Andrew Norman. Bæði verkin voru hröð og áköf og byggðust á sífelldri endurtekningu stuttrar hendingar, sem tók engu að síður alls konar breytingum. Bæði fjöruðu líka smám saman út og enduðu í kyrrð. Þetta voru skemmtilegar tónsmíðar, gríðarlega krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana, en leikur þeirra var í hvívetna þéttur og öruggur, meira að segja í trylltustu augnablikunum. Stillshot eftir Daníel Bjarnason var talsvert öðruvísi. Ákveðin framvinda var í tónlistinni, sem stoppaði samt með reglulegu millibili, eins og flétta af myndskeiðum og ljósmyndum. Áferð verksins byggðist mikið á svokölluðum flaututónum sem hægt er að láta strengi gefa frá sér. Útkoman var sérkennilegur hljóðavefur sem minnti helst á vindgnauð. Það var annarsheimslegt og fallegt, ákaflega vel útfært af hinum frábæru hljóðfæraleikurum. Vonandi koma þeir aftur sem fyrst.Niðurstaða: Mögnuð spilamennska, yndisleg tónlist. Tónlistargagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Schubert, Salonen, Norman og Daníel Bjarnason. Calder kvartettinn lék. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 8. október Brandarakarl nokkur sagði einu sinni: „Lífið er stutt og listin löng; það á sérstaklega við um sinfóníu eftir Brahms.“ Hægt væri að segja það sama um ýmis verk eftir Schubert, sem eru í lengri kantinum. Hann var hins vegar svo innblásinn og frjór að það gerir ekkert til. Sumar tónsmíðarnar hans eru það fallegar að það er eins og að tíminn standi kyrr. Af þessum ástæðum er oft talað um „himneska lengd“ þegar Schubert er annars vegar. Kvartettinn Dauðinn og stúlkan dregur nafn sitt af stefinu í öðrum kaflanum. Það er úr lagi Schuberts við ljóð sem fjallar um dauðann. Hann er þó ekki óvinur í ljóðinu, heldur lausnari. Þannig litu margir á hann á tíma Schuberts, þegar flestir höfðu það skítt, a.m.k. miklu verra en í dag. Lagið sjálft er örstutt, en kvartettinn tekur næstum 50 mínútur í flutningi. Verkið var á efnisskránni hjá hinum heimsþekkta Calder strengjakvartett í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn. Þetta eru ungir menn sem á tónleikunum voru klæddir eins og FBI agentar, í svörtum jakkafötum, hvítum skyrtum og með svört bindi. Það vantaði bara sólgleraugun! Leikurinn var í fremstu röð. Byrjunin á tónsmíðinni er kraftmikil og allur fyrsti kaflinn er þrunginn drama. Eftir því var túlkun fjórmenninganna afskaplega lifandi og full af átökum. Samt var það ekki á kostnað smáatriða fínlegra blæbrigða, sem voru prýðilega mótuð. Samspilið var pottþétt, fjórmenningarnir léku eins og einn maður, heildarhljómurinn var breiður og tær. Svipaða sögu er að segja um hina þrjá kaflana. Sá hægi, með stefinu fræga, er í svokölluðu tilbrigðaformi. Stefið kemur fyrst, og svo taka við stuttir þættir sem eru tilbrigðin, eins konar rímix á nútímamáli. Á tónleikunum uxu þau upp í voldugan hápunkt sem var einstaklega áhrifaríkur. Sá síðasti er einkar vandasamur, hann gerir kröfur um mikla nákvæmni, en fjórmenningarnir misstu aldrei fókusinn. Tónarnir voru ávallt hreinir og samtaka. Hvílíkur unaður! Eftir hlé voru þrjár nútímatónsmíðar á efnisskránni, tvær þeirra nokkuð svipaðar. Það voru Homunculus eftir Esa-Pekka Salonen og Stop Motion eftir Andrew Norman. Bæði verkin voru hröð og áköf og byggðust á sífelldri endurtekningu stuttrar hendingar, sem tók engu að síður alls konar breytingum. Bæði fjöruðu líka smám saman út og enduðu í kyrrð. Þetta voru skemmtilegar tónsmíðar, gríðarlega krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana, en leikur þeirra var í hvívetna þéttur og öruggur, meira að segja í trylltustu augnablikunum. Stillshot eftir Daníel Bjarnason var talsvert öðruvísi. Ákveðin framvinda var í tónlistinni, sem stoppaði samt með reglulegu millibili, eins og flétta af myndskeiðum og ljósmyndum. Áferð verksins byggðist mikið á svokölluðum flaututónum sem hægt er að láta strengi gefa frá sér. Útkoman var sérkennilegur hljóðavefur sem minnti helst á vindgnauð. Það var annarsheimslegt og fallegt, ákaflega vel útfært af hinum frábæru hljóðfæraleikurum. Vonandi koma þeir aftur sem fyrst.Niðurstaða: Mögnuð spilamennska, yndisleg tónlist.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira