Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. október 2017 20:30 Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjölskylda fjölfatlaðrar konu sem beið í sex ár eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg tapaði í gær máli gegn borginni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölskyldan krafðist þess að borgin greiddi þeim fyrir þjónustuna sem þau hafa veitt dóttur sinni vegna meintrar vanrækslu borgarinnar. Kröfðust þau tæplega þrjátíu þúsund króna fyrir hvern dag frá því að konan náði átján ára aldri, eða yfir sex ára tímabil. Í stefnu segir að gjaldið sé lægra en sem nemur kostnaði borgarinnar við að uppfylla lagaskyldur sínar. Móðir konunnar þurfti að hætta vinna árið 2011 þar sem dóttir hennar þarfnast sólarhringsþjónustu. Í dómnum segir að fjölskyldunni hafi hvorki tekist að sanna umfang þjónustunnar né að hún hafi verið veitt vegna vanræsklu borgarinnar. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Rætt um fjármögnun á tyllidögumÁrni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir fjölda fólks í sömu stöðu. „Frá því að ég byrjaði að starfa hérna fyrir tveimur árum síðan hef ég hitt fjölmarga einstaklinga sem eru í þessari stöðu og það er þyngra en tárum taki. Vegna þess að öllum þykir vænt um sína afkomendur og börnin sín. Að setja fólk í þessa aðstöðu er ólöglegt og það er þvert á allar mannréttindaskuldbindingar og það er ósiðlegt nánast," segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Hann segir óásættanlegt að borgin skuli setja fatlað fólk í þá aðstöðu að þurfa að treysta á góðvild foreldra sinna. Fatlaðir fullorðnir einstaklingar vilji líkt og aðrir lifa sjálfstæðu lífi. „Þessi réttur er af þessu fólki tekinn, með þessari framkvæmd, og þessum skyldum er ýtt yfir á aðstandendur án lagaheimildar, án samþykkis þeirra og án greiðslu. Sem augljóslega hefur áhrif á þeirra fjárhag og möguleika þeirra á að stunda vinnu," segir Árni. Hann segir nauðsynlegt að leggja nægilegt fjármagn í málaflokkinn til þess að hægt sé að veita lögbundna þjónustuna. „Stjórnvöld hafa mjög mikinn áhuga á því að skrifa undir og tala um það, sérstaklega á tyllidögum. En þegar leggja þarf til fjármagnið sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldurnar kemur einhver tregða," segir Árni.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira