Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 18:36 Benedikt Jóhannesson ræddi við fjölmiðla eftir fundinn sem lauk um kl.18:00. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson hóf fund þingflokks og stjórnar Viðreisnar í dag með því að taka til máls og tilkynna að hann ætlaði að stíga til hliðar. Tók hann þessa ákvörðun í gærkvöldi í samráði við fjölskyldu sína. Eins og sagt var frá á Vísi er Þorgerður Katrín nýr formaður flokksins. Á fundinum var samþykkt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi tæki við hlutverki hans. Sú ákvörðun var staðfest af ráðgjafarráði flokksins á fundi sem lauk upp úr kl. 18.00 í dag. Sjá einnig: Þorgerður Katrín er nýr formaður ViðreisnarSamkvæmt fréttatilkynningu frá Viðreisn tók Benedikt þessa ákvörðun til að leggja sitt af mörkum til þess að Viðreisn nái að snúa vörn í sókn á síðustu metrum þessa kosningaundirbúnings. „Viðreisn var stofnuð til þess að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum breyta grundvallarkerfum, til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi, og hverfa frá sveiflukenndum gjaldmiðli og miklu hærri vöxtum en í nágrannalöndum okkar. Við teljum að íslenskir kjósendur vilji hverfa frá stjórnmálum sem snúast um persónur og hugsa um málefni. Við viljum stöðugleika en ekki stöðnun. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að málefnastaða flokksins sé sterk en staðan í skoðanakönnunum sé veik. „Það er óásættanlegt að sjá að fulltrúar frjálslyndis beri skarðan hlut frá borði og því tel ég rétt að skipta um formann í flokknum á þessari stundu. Þá ákvörðun tók ég einn og án þrýstings frá öðrum,“ segir Benedikt um þessa ákvörðun. Óskar hann Þorgerði Katrínu góðs gengis í þessu nýja verkefni. Þorgerður segir mikilvægt fyrir Viðreisn að ná augum og eyrum kjósenda „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og tek við þessum kyndli með mikilli virðingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið innan flokksins og ekki síður fyrir því Grettistaki sem við þurfum að lyfta fram að kosningum.“ Hún segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til og stofnandinn er trúr hugsjónum sínum með því að stíga til hliðar við þessar aðstæður. Ég vil fyrir hönd alls Viðreisnarfólks þakka Benedikt fyrir elju hans og dugnað í formannsstólnum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Benedikt Jóhannesson hóf fund þingflokks og stjórnar Viðreisnar í dag með því að taka til máls og tilkynna að hann ætlaði að stíga til hliðar. Tók hann þessa ákvörðun í gærkvöldi í samráði við fjölskyldu sína. Eins og sagt var frá á Vísi er Þorgerður Katrín nýr formaður flokksins. Á fundinum var samþykkt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og oddviti framboðs Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi tæki við hlutverki hans. Sú ákvörðun var staðfest af ráðgjafarráði flokksins á fundi sem lauk upp úr kl. 18.00 í dag. Sjá einnig: Þorgerður Katrín er nýr formaður ViðreisnarSamkvæmt fréttatilkynningu frá Viðreisn tók Benedikt þessa ákvörðun til að leggja sitt af mörkum til þess að Viðreisn nái að snúa vörn í sókn á síðustu metrum þessa kosningaundirbúnings. „Viðreisn var stofnuð til þess að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum breyta grundvallarkerfum, til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi, og hverfa frá sveiflukenndum gjaldmiðli og miklu hærri vöxtum en í nágrannalöndum okkar. Við teljum að íslenskir kjósendur vilji hverfa frá stjórnmálum sem snúast um persónur og hugsa um málefni. Við viljum stöðugleika en ekki stöðnun. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að málefnastaða flokksins sé sterk en staðan í skoðanakönnunum sé veik. „Það er óásættanlegt að sjá að fulltrúar frjálslyndis beri skarðan hlut frá borði og því tel ég rétt að skipta um formann í flokknum á þessari stundu. Þá ákvörðun tók ég einn og án þrýstings frá öðrum,“ segir Benedikt um þessa ákvörðun. Óskar hann Þorgerði Katrínu góðs gengis í þessu nýja verkefni. Þorgerður segir mikilvægt fyrir Viðreisn að ná augum og eyrum kjósenda „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og tek við þessum kyndli með mikilli virðingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið innan flokksins og ekki síður fyrir því Grettistaki sem við þurfum að lyfta fram að kosningum.“ Hún segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til og stofnandinn er trúr hugsjónum sínum með því að stíga til hliðar við þessar aðstæður. Ég vil fyrir hönd alls Viðreisnarfólks þakka Benedikt fyrir elju hans og dugnað í formannsstólnum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
VG enn langstærst en Píratar tapa fylgi Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur standa nánast í stað milli vikna. Píratar tapa tæplega þremur prósentustigum milli vikna. Viðreisn og Björt framtíð áfram á botninum. 11. október 2017 04:00