Með þökk fyrir ljóðlistina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2017 10:45 Jónas Reynir sté í pontu í Höfða í gær og ávarpaði gesti. Vísir/Anton Brink Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira