Með þökk fyrir ljóðlistina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2017 10:45 Jónas Reynir sté í pontu í Höfða í gær og ávarpaði gesti. Vísir/Anton Brink Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra. Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Fellabæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip sem kom út á bók sama dag. „Mér finnst ljóð vera málefnaleg og þau gefa mér klárlega eitthvað sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég finn fyrir ákveðinni tegund af gleði við að skrifa þau,“ segir Jónas Reynir sem tók við verðlaunum úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Höfða. Verðlaunin nema 700 þúsund krónum og þau hlaut Jónas Reynir fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Fyrstu eintök af bókinni komu líka úr prentun í gær í útgáfu bókaforlagsins Partusar.Jónas Reynir er úr Fellabæ og varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðan hefur hann lokið grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. „Það var ekki fyrr en ég byrjaði á námskeiði hjá Sigurði Pálssyni skáldi sem ég byrjaði að yrkja. Svo ég hef ekki verið lengi að,“ segir hann. Í þakkarræðu sinni í Höfða í gær las hann upp tölvupósta sem hann hafði sent Sigurði gegnum árin í fylgd með verkefnalausnum. Allir voru þeir stuttir og lítt skáldlegir, á borð við: „Verkefni 5, b.kv. JRG,“ þar til sá síðasti flaug í september: „Til þín elsku SP með þökk fyrir ljóðlistina.“ Fimmtíu og eitt handrit að ljóðabók barst til dómnefndar sem Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu. Úlfhildur var formaður nefndarinnar. Hún segir öll handrit hafa eitthvað til síns ágætis og valið sé því alltaf vandasamt. Kvaðst hafa séð nýlega útkomna ljóðabók Jónasar Reynis, Leiðarvísir um þorp, og kannast við efnið því það handrit hafi orðið í 2. sæti keppninnar í fyrra.
Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið