Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald 12. október 2017 11:30 Harrison Ford og Ryan Gosling á harðaspretti í Blade Runner 2049. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. En hvort sem fólk dýrkar myndina eða þolir ekki er ótvírætt hvað hin dystópíska „noir“ framtíðarstemning í henni gerði heilmikið fyrir kvikmyndasöguna. Þessum stíl tókst hálfpartinn að geta af sér heilan undirgeira af bíómyndum, og óteljandi myndir urðu fyrir áhrifum, til dæmis Brazil, Strange Days, Ghost in the Shell, The Matrix og meira að segja Super Mario Bros.-myndin ömurlega. Í rauninni skrifast allt sem kallast „cyberpunk“ á Blade Runner, ef út í það er farið. Eðlilega er það ekkert grín að leggja í framhald á költ-klassík sem er bæði sérstæð og býr yfir vissri dulúð. Ábyggilega voru fleiri tugir leiða til þess að klúðra framlengingunni og aðeins tvær leiðir til þess að gera hana rétt. Að því sögðu, þá hittir Blade Runner 2049 algjörlega í mark. Myndin er vönduð, snjöll, oft dáleiðandi og aðdáunarverð. Þessu listræna kraftaverki er ætlað að vera virðingarvottur við forverann, stækka hann um leið, dýpka þemun, bæta við nýjum og koma með úthugsaða framlengingu sem einnig stendur sjálfstæð. Útkoman er tilfinningaríkari, mikilfenglegri og almennt sterkari mynd að mati undirritaðs.Leikstjórinn Denis Villeneuve hefur á undraskömmum tíma skipað sér í hóp þeirra betri í dag. Á aðeins fjórum árum hefur hann gert fimm kvikmyndir, sem allar eru annaðhvort góðar eða framúrskarandi. Villeneuve hefur ítrekað sýnt að hann hefur gott auga, þétt tök á uppbyggingu, tilþrifamiklum leikurum, óhugnanlegu andrúmslofti og hefur umfram allt tröllatrú á krafti kvikmyndarammans og er ófeiminn við að leika sér með langar þagnir. Allt þetta kemur bersýnilega að góðum notum í Blade Runner 2049. Það er ómögulegt að aðrar myndir ársins taki þessari fram hvað sjónræn tilþrif snertir, en það er kannski sjálfsögð krafa þegar um Blade Runner-framhald er að ræða. Það má hins vegar ekki líta fram hjá því hvað tökumaðurinn Roger Deakins fangar mikla töfra með vinnubrögðum sínum og gerir annan hvern ramma að hreinu listaverki. Í myndinni er tryggð haldið við heildarútlit forverans, þar sem gamla tæknin nýtur sín, en ýmsum nýjum sniðum og víddum er bætt við. Magnaður hljóðheimur og öflug tónlist límir þetta allt saman, að ógleymdri sviðsumgjörð, klippingu og búningum ekki síður. Til að gera gott enn betra nær svo fjölbreytt fólk (og „gervifólk“) að gæða innihaldið aukalífi sem gefur skrautinu allan sinn tilgang. Fremstur fer þar Ryan Gosling, sem er afbragðsgóður. Þetta er krefjandi burðarhlutverk og heldur leikarinn aftur af sér í margbrotinni frammistöðu sem lögreglan K, sem er aldrei almennilega sátt við sinn stað í lífinu. Rétt er að gefa upp sem minnst um þá athyglisverðu þróun sem K gengur í gegnum út myndina. Öfugt við það sem ráða má af kynningarefninu fær Harrison Ford ákaflega takmarkaðan tíma á tjaldinu, en nærvera hans og andi svífur yfir allri framvindunni. Ford nýtir þó tíma sinn vel og kemur óaðfinnanlega út. Leikur hans er meira marglaga en síðast og hann hefur ekki verið svona vakandi í bíómynd í fjölmörg ár. Hann hefur átt sín augnablik hér og þar en hér sannast það að maðurinn getur verið leikari fyrst og gamall töffari síðan, en ekki öfugt. Aðrir leikarar smellpassa í hlutverk sína og ná að bæta einhverju smávegis við sinn karakter, þar á meðal Jared Leto, Robin Wright, Carla Juri, Mackenzie Davis og Tómas Lemarquis. Upp úr standa samt Ana de Armas, sem leikur hina „sérsniðnu“ Joi, og Sylvia Hoeks, sem túlkar eftirlíkingu sem fylgir Gosling fast eftir út myndina og glímir sjálf við athyglisverða tilvistarkreppu. De Armas hleypir talsverðri hlýju inn í gráma andrúmsloftsins, þótt persóna hennar sé mest áberandi „gerviveran“ af þeim öllum. Í Blade Runner 2049 er ýmissa spurninga spurt um einkenni sjálfsins, meðvitund, minningar og ábyrgðina sem fylgir sköpun. Með svona efnivið er alltaf stutt í predikunina en Villeneuve og handritshöfundarnir eru nógu skarpir til þess að útskýra hlutina aldrei of ítarlega. Réttu hlutirnir eru ósagðir, bitastæð svör eru gefin og margt er til umræðu eftir á, sem eitt og sér ætti að tryggja myndinni eitthvert líf á komandi árum, sama hvað aðsóknin í kvikmyndahúsunum gefur til kynna. Það segir sig eflaust sjálft að myndin er ekki fyrir hvern sem er. Einhverjir eru líklegir til þess að gefast upp á afslappaðri lengd hennar og enn pínlegri verður upplifunin hjá þeim sem búast við miklum hasar. Þetta er mynd sem fjallar meðal annars um leitina að sálinni og tilgangi, sem er viss kaldhæðni í ljósi þess að hér er í grunninn býsna tilgangslaust framhald með eftirlíkingar og umræður um þær í forgrunni. Blade Runner 2049 er samt svo fjarri því að vera innantóm eftirlíking af fyrri myndinni. Hún býr yfir mikilli sál og er heilt yfir ómetanlegt innlegg í vísindaskáldskapargeirann og afbragðsdæmi um hvernig gera skal síðbúið framhald án þess að það verði einber uppsuða úr linnulausri nostalgíu.Niðurstaða: Ef þú veist hvað þú ert að fara út í má hér finna grípandi, marglaga og mannlegan vísindaskáldskap með meiru. Veisla fyrir augu, eyru og heilabúið. Toppmynd. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. En hvort sem fólk dýrkar myndina eða þolir ekki er ótvírætt hvað hin dystópíska „noir“ framtíðarstemning í henni gerði heilmikið fyrir kvikmyndasöguna. Þessum stíl tókst hálfpartinn að geta af sér heilan undirgeira af bíómyndum, og óteljandi myndir urðu fyrir áhrifum, til dæmis Brazil, Strange Days, Ghost in the Shell, The Matrix og meira að segja Super Mario Bros.-myndin ömurlega. Í rauninni skrifast allt sem kallast „cyberpunk“ á Blade Runner, ef út í það er farið. Eðlilega er það ekkert grín að leggja í framhald á költ-klassík sem er bæði sérstæð og býr yfir vissri dulúð. Ábyggilega voru fleiri tugir leiða til þess að klúðra framlengingunni og aðeins tvær leiðir til þess að gera hana rétt. Að því sögðu, þá hittir Blade Runner 2049 algjörlega í mark. Myndin er vönduð, snjöll, oft dáleiðandi og aðdáunarverð. Þessu listræna kraftaverki er ætlað að vera virðingarvottur við forverann, stækka hann um leið, dýpka þemun, bæta við nýjum og koma með úthugsaða framlengingu sem einnig stendur sjálfstæð. Útkoman er tilfinningaríkari, mikilfenglegri og almennt sterkari mynd að mati undirritaðs.Leikstjórinn Denis Villeneuve hefur á undraskömmum tíma skipað sér í hóp þeirra betri í dag. Á aðeins fjórum árum hefur hann gert fimm kvikmyndir, sem allar eru annaðhvort góðar eða framúrskarandi. Villeneuve hefur ítrekað sýnt að hann hefur gott auga, þétt tök á uppbyggingu, tilþrifamiklum leikurum, óhugnanlegu andrúmslofti og hefur umfram allt tröllatrú á krafti kvikmyndarammans og er ófeiminn við að leika sér með langar þagnir. Allt þetta kemur bersýnilega að góðum notum í Blade Runner 2049. Það er ómögulegt að aðrar myndir ársins taki þessari fram hvað sjónræn tilþrif snertir, en það er kannski sjálfsögð krafa þegar um Blade Runner-framhald er að ræða. Það má hins vegar ekki líta fram hjá því hvað tökumaðurinn Roger Deakins fangar mikla töfra með vinnubrögðum sínum og gerir annan hvern ramma að hreinu listaverki. Í myndinni er tryggð haldið við heildarútlit forverans, þar sem gamla tæknin nýtur sín, en ýmsum nýjum sniðum og víddum er bætt við. Magnaður hljóðheimur og öflug tónlist límir þetta allt saman, að ógleymdri sviðsumgjörð, klippingu og búningum ekki síður. Til að gera gott enn betra nær svo fjölbreytt fólk (og „gervifólk“) að gæða innihaldið aukalífi sem gefur skrautinu allan sinn tilgang. Fremstur fer þar Ryan Gosling, sem er afbragðsgóður. Þetta er krefjandi burðarhlutverk og heldur leikarinn aftur af sér í margbrotinni frammistöðu sem lögreglan K, sem er aldrei almennilega sátt við sinn stað í lífinu. Rétt er að gefa upp sem minnst um þá athyglisverðu þróun sem K gengur í gegnum út myndina. Öfugt við það sem ráða má af kynningarefninu fær Harrison Ford ákaflega takmarkaðan tíma á tjaldinu, en nærvera hans og andi svífur yfir allri framvindunni. Ford nýtir þó tíma sinn vel og kemur óaðfinnanlega út. Leikur hans er meira marglaga en síðast og hann hefur ekki verið svona vakandi í bíómynd í fjölmörg ár. Hann hefur átt sín augnablik hér og þar en hér sannast það að maðurinn getur verið leikari fyrst og gamall töffari síðan, en ekki öfugt. Aðrir leikarar smellpassa í hlutverk sína og ná að bæta einhverju smávegis við sinn karakter, þar á meðal Jared Leto, Robin Wright, Carla Juri, Mackenzie Davis og Tómas Lemarquis. Upp úr standa samt Ana de Armas, sem leikur hina „sérsniðnu“ Joi, og Sylvia Hoeks, sem túlkar eftirlíkingu sem fylgir Gosling fast eftir út myndina og glímir sjálf við athyglisverða tilvistarkreppu. De Armas hleypir talsverðri hlýju inn í gráma andrúmsloftsins, þótt persóna hennar sé mest áberandi „gerviveran“ af þeim öllum. Í Blade Runner 2049 er ýmissa spurninga spurt um einkenni sjálfsins, meðvitund, minningar og ábyrgðina sem fylgir sköpun. Með svona efnivið er alltaf stutt í predikunina en Villeneuve og handritshöfundarnir eru nógu skarpir til þess að útskýra hlutina aldrei of ítarlega. Réttu hlutirnir eru ósagðir, bitastæð svör eru gefin og margt er til umræðu eftir á, sem eitt og sér ætti að tryggja myndinni eitthvert líf á komandi árum, sama hvað aðsóknin í kvikmyndahúsunum gefur til kynna. Það segir sig eflaust sjálft að myndin er ekki fyrir hvern sem er. Einhverjir eru líklegir til þess að gefast upp á afslappaðri lengd hennar og enn pínlegri verður upplifunin hjá þeim sem búast við miklum hasar. Þetta er mynd sem fjallar meðal annars um leitina að sálinni og tilgangi, sem er viss kaldhæðni í ljósi þess að hér er í grunninn býsna tilgangslaust framhald með eftirlíkingar og umræður um þær í forgrunni. Blade Runner 2049 er samt svo fjarri því að vera innantóm eftirlíking af fyrri myndinni. Hún býr yfir mikilli sál og er heilt yfir ómetanlegt innlegg í vísindaskáldskapargeirann og afbragðsdæmi um hvernig gera skal síðbúið framhald án þess að það verði einber uppsuða úr linnulausri nostalgíu.Niðurstaða: Ef þú veist hvað þú ert að fara út í má hér finna grípandi, marglaga og mannlegan vísindaskáldskap með meiru. Veisla fyrir augu, eyru og heilabúið. Toppmynd.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira