Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 13. október 2017 07:00 Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun