Langömmubarn fyrstu forsetafrúar Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 06:30 Langömmubarn eiginkonu fyrsta forseta Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær. Mikil tímamót urðu í íslenskum körfubolta í gær þegar Georgía Olga Kristiansen varð fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild í íslenskum körfubolta. Georgía, sem heitir í höfuð langömmu sinnar, Georgíu Björnsson, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, dæmdi í gærkvöldi leik Vals og Tindastóls. Enn eitt karlavígið er þar með fallið en Arnar Björnsson talaði við Georgíu í gær. „Tilfinningin er mjög góð og að sjálfsögðu er ég mjög spennt,“ sagði Georgía Olga Kristiansen við Arnar fyrir leikinn. Af hverju er hún ekki búin að fá tækifærið fyrr? „Það er góð spurning. Það skiptir svo sem ekki máli því ég er að fara að dæma þennan leik í kvöld. Ég er búin að ná því markmiðinu mínu núna,“ sagði Georgía. Hefur hún einhvern tímann hugsað um að hætta í dómgæslunni? „Já, þegar það koma erfiðar hindranir, þá stoppar maður stundum og veltir stöðunni fyrir sér, setur sér ný markmið og veltir því fyrir sér hvort að þetta sé þess virði,“ sagði Georgía. Hún bjóst ekki við að leikmennirnir verði ókurteisir við hana. „Ég held að þeir verði alls ekki ókurteisari við mig. Ég er ekki að gera þetta í fyrsta skipti,“ sagði Georgía en af hverju eru ekki fleiri konur að dæma? „Ég væri til í að vita svarið við þeirri spurningu,“ sagði Georgía en það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Langömmubarn eiginkonu fyrsta forseta Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær. Mikil tímamót urðu í íslenskum körfubolta í gær þegar Georgía Olga Kristiansen varð fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild í íslenskum körfubolta. Georgía, sem heitir í höfuð langömmu sinnar, Georgíu Björnsson, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, dæmdi í gærkvöldi leik Vals og Tindastóls. Enn eitt karlavígið er þar með fallið en Arnar Björnsson talaði við Georgíu í gær. „Tilfinningin er mjög góð og að sjálfsögðu er ég mjög spennt,“ sagði Georgía Olga Kristiansen við Arnar fyrir leikinn. Af hverju er hún ekki búin að fá tækifærið fyrr? „Það er góð spurning. Það skiptir svo sem ekki máli því ég er að fara að dæma þennan leik í kvöld. Ég er búin að ná því markmiðinu mínu núna,“ sagði Georgía. Hefur hún einhvern tímann hugsað um að hætta í dómgæslunni? „Já, þegar það koma erfiðar hindranir, þá stoppar maður stundum og veltir stöðunni fyrir sér, setur sér ný markmið og veltir því fyrir sér hvort að þetta sé þess virði,“ sagði Georgía. Hún bjóst ekki við að leikmennirnir verði ókurteisir við hana. „Ég held að þeir verði alls ekki ókurteisari við mig. Ég er ekki að gera þetta í fyrsta skipti,“ sagði Georgía en af hverju eru ekki fleiri konur að dæma? „Ég væri til í að vita svarið við þeirri spurningu,“ sagði Georgía en það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga