Þrír Mosfellsbæir á leið í framkvæmd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík í morgun. Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur. Skipulag Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur.
Skipulag Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira