Á brauðfótum Óttar Guðmundsson skrifar 14. október 2017 07:00 Fyrir einhverjum mánuðum var ég í staddur í samkvæmi þar sem talið barst að heilbrigðismálum. Gestirnir voru stóryrtir um íslenska heilbrigðiskerfið, sögðu það handónýtt og gjörsamlega hrunið. Líktu ástandinu við stríðshrjáðar þjóðir þar sem allir innviðir væru í molum. Ég reyndi að malda í móinn við litlar undirtektir. Næsta dag bárust þær fregnir að faðir gestgjafans hefði dottið illa og lærbrotnað um nóttina. Hann var skorinn og fékk nýja mjöðm úr eðalmálmi. Næstu daga lá gamli maðurinn inni vegna hjartsláttaróreglu en útskrifaðist til síns heima að 2-3 vikum liðnum. Hið handónýta heilbrigðiskerfi stóð sig eins og best varð á kosið. Í pólitískum umræðum frambjóðenda í vikunni fannst mér svartagallsraus um heilbrigðiskerfið áberandi. Menn sögðu blákalt að allt stæði á brauðfótum eða væri að hruni komið. Geðheilsa þjóðarinnar var slæm og best væri að selja Landspítalann undir hótel. Mörgum okkar sem vinnum í þessu kerfi er farinn að leiðast þessi söngur. Við teljum okkur vinna gott starf og íslenskt heilbrigðiskerfi standa sig yfirleitt vel. Daglega er þúsundum manna sinnt á heilsugæslustöðvum, spítölum og einkastofum með miklum ágætum. Þennan góða árangur mætti eflaust bæta enn betur með auknum fjárframlögum. Auðvitað eru gerð mistök í þessu kerfi eins og annars staðar þar sem umfangið er mikið. Menn alhæfa að íslenskum sið út frá öllu sem miður fer og skeyta engu um það sem vel er gert. Þessi síbylja pólitíkusa og fjölmiðla er orðin ansi þreytandi enda hefur þessi neikvæða umræða skaðleg áhrif á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þjóðin er búin að slá eigið met í langlífi sem væri illmögulegt í handónýtu heilbrigðiskerfi með fúnum innviðum. Nú er mál að linni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Óttar Guðmundsson Mest lesið Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun
Fyrir einhverjum mánuðum var ég í staddur í samkvæmi þar sem talið barst að heilbrigðismálum. Gestirnir voru stóryrtir um íslenska heilbrigðiskerfið, sögðu það handónýtt og gjörsamlega hrunið. Líktu ástandinu við stríðshrjáðar þjóðir þar sem allir innviðir væru í molum. Ég reyndi að malda í móinn við litlar undirtektir. Næsta dag bárust þær fregnir að faðir gestgjafans hefði dottið illa og lærbrotnað um nóttina. Hann var skorinn og fékk nýja mjöðm úr eðalmálmi. Næstu daga lá gamli maðurinn inni vegna hjartsláttaróreglu en útskrifaðist til síns heima að 2-3 vikum liðnum. Hið handónýta heilbrigðiskerfi stóð sig eins og best varð á kosið. Í pólitískum umræðum frambjóðenda í vikunni fannst mér svartagallsraus um heilbrigðiskerfið áberandi. Menn sögðu blákalt að allt stæði á brauðfótum eða væri að hruni komið. Geðheilsa þjóðarinnar var slæm og best væri að selja Landspítalann undir hótel. Mörgum okkar sem vinnum í þessu kerfi er farinn að leiðast þessi söngur. Við teljum okkur vinna gott starf og íslenskt heilbrigðiskerfi standa sig yfirleitt vel. Daglega er þúsundum manna sinnt á heilsugæslustöðvum, spítölum og einkastofum með miklum ágætum. Þennan góða árangur mætti eflaust bæta enn betur með auknum fjárframlögum. Auðvitað eru gerð mistök í þessu kerfi eins og annars staðar þar sem umfangið er mikið. Menn alhæfa að íslenskum sið út frá öllu sem miður fer og skeyta engu um það sem vel er gert. Þessi síbylja pólitíkusa og fjölmiðla er orðin ansi þreytandi enda hefur þessi neikvæða umræða skaðleg áhrif á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þjóðin er búin að slá eigið met í langlífi sem væri illmögulegt í handónýtu heilbrigðiskerfi með fúnum innviðum. Nú er mál að linni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun