Helmingi fleiri karlar en konur oddvitar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. október 2017 06:00 Það var nóg að gera hjá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis í Kaplakrika í gær þar sem 11 framboðslistar komu fram. Vísir/anton brink Níu flokkar bjóða fram í öllum sex kjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í gær. Tólf flokkar skiluðu inn listum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Hinn nýstofnaði Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar býður fram í öllum kjördæmum líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Viðreisn, Píratar, Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Flokkur fólksins. Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum, Norðaustur-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Íslenska þjóðfylkingin í fjórum kjördæmum, Suður-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmunum. Dögun býður aðeins fram í Suðurkjördæmi. Yfirkjörstjórnir þriggja kjördæma úrskurða um gildi framboðanna í dag. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og í Suðurkjördæmi líka, nema framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Yfirkjörstjórn vildi ekki tjá sig um hvort flokkurinn fengi frest til að gera úrbætur eða úr hverju þyrfti að bæta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingarinnar, Alþýðufylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir fá frest þar til í dag til að gera úrbætur. Þegar litið er til kynjaskiptingar oddvita í kjördæmunum eru karlar í meirihluta. Af 63 oddvitum listanna sem bjóða fram í kjördæmunum sex eru 42 þeirra karlar eða rúm 66 prósent á móti 21 konu eða rúmum 33 prósentum. Mun fleiri karlar eru oddvitar en konur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Níu flokkar bjóða fram í öllum sex kjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í gær. Tólf flokkar skiluðu inn listum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Hinn nýstofnaði Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar býður fram í öllum kjördæmum líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Viðreisn, Píratar, Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Flokkur fólksins. Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum, Norðaustur-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Íslenska þjóðfylkingin í fjórum kjördæmum, Suður-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmunum. Dögun býður aðeins fram í Suðurkjördæmi. Yfirkjörstjórnir þriggja kjördæma úrskurða um gildi framboðanna í dag. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og í Suðurkjördæmi líka, nema framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Yfirkjörstjórn vildi ekki tjá sig um hvort flokkurinn fengi frest til að gera úrbætur eða úr hverju þyrfti að bæta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingarinnar, Alþýðufylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir fá frest þar til í dag til að gera úrbætur. Þegar litið er til kynjaskiptingar oddvita í kjördæmunum eru karlar í meirihluta. Af 63 oddvitum listanna sem bjóða fram í kjördæmunum sex eru 42 þeirra karlar eða rúm 66 prósent á móti 21 konu eða rúmum 33 prósentum. Mun fleiri karlar eru oddvitar en konur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira