Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. október 2017 19:41 Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur. Vísir/Stöð 2 Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“ Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“
Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira