Segir Ásmund vísvitandi afvegaleiða umræðuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2017 10:32 Helga Vala Helgadóttir furðar sig á grein Ásmundar Friðrikssonar um málefni hælisleitenda. vísir/vilhelm „Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
„Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30
Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00