Veikburða vísindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. október 2017 06:00 Hálf öld er liðin síðan stórhuga hópur einstaklinga hóf umfangsmikla söfnun heilbrigðisupplýsinga undir merkjum Hjartaverndar. Reykjavíkurrannsóknin svokallaða náði til 19 þúsund manns af báðum kynjum á aldrinum 34 til 60 ára. Þessar upplýsingar voru fyrstu tölvuskráðu sjúkragögnin á Íslandi. Rannsóknin var einstakt verkefni sem átti eftir að halda áfram næstu áratugi. Eftirlifandi þátttakendur, tæplega sex þúsund manns, tóku síðar þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar árið 2002. Þetta mikla gagnasafn hefur varpað einstöku ljósi á heilsufar þjóðarinnar. Það hefur jafnframt verið öflugt vopn í árangursríkri baráttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Einsleitni og smæð íslensku þjóðarinnar gera það að verkum að tiltölulega auðvelt er að ráðast í rannsóknir sem þessar. Síðan árið 1967 hefur verið ráðist í nokkur slík verkefni, oft með góðum árangri. Lýðheilsuátök eins og að útrýma HIV eða lifrarbólgu C eru möguleg hér, ef viljinn er fyrir hendi. Og við erum á réttri leið með að ná þessum markmiðum. Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi. Í ljósi tækniframfara og samstarfs vísindamanna þvert á landamæri, þá er það einmitt núna, á þessum tímapunkti, sem við ættum að stórefla vísindi á Íslandi. Eins og stjórn Vísindafélags Íslendinga minnti á hérna á skoðanasíðum Fréttablaðsins á dögunum þá er ný stefna Vísinda- og tækniráðs fyrir árin í 2017-2019 ekki neinum tengslum við raunveruleikann sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi. Hún „endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu“. Það hefur í raun verið tilfellið undanfarin ár. Stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem alla jafna er metnaðarfull, er sjaldan fylgt. Loforð um að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái þremur prósentum af landsframleiðslu hafa ítrekað verið svikin (tvö prósent 2016, 2,17 prósent 2015). Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi. Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Hálf öld er liðin síðan stórhuga hópur einstaklinga hóf umfangsmikla söfnun heilbrigðisupplýsinga undir merkjum Hjartaverndar. Reykjavíkurrannsóknin svokallaða náði til 19 þúsund manns af báðum kynjum á aldrinum 34 til 60 ára. Þessar upplýsingar voru fyrstu tölvuskráðu sjúkragögnin á Íslandi. Rannsóknin var einstakt verkefni sem átti eftir að halda áfram næstu áratugi. Eftirlifandi þátttakendur, tæplega sex þúsund manns, tóku síðar þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar árið 2002. Þetta mikla gagnasafn hefur varpað einstöku ljósi á heilsufar þjóðarinnar. Það hefur jafnframt verið öflugt vopn í árangursríkri baráttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Einsleitni og smæð íslensku þjóðarinnar gera það að verkum að tiltölulega auðvelt er að ráðast í rannsóknir sem þessar. Síðan árið 1967 hefur verið ráðist í nokkur slík verkefni, oft með góðum árangri. Lýðheilsuátök eins og að útrýma HIV eða lifrarbólgu C eru möguleg hér, ef viljinn er fyrir hendi. Og við erum á réttri leið með að ná þessum markmiðum. Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi. Í ljósi tækniframfara og samstarfs vísindamanna þvert á landamæri, þá er það einmitt núna, á þessum tímapunkti, sem við ættum að stórefla vísindi á Íslandi. Eins og stjórn Vísindafélags Íslendinga minnti á hérna á skoðanasíðum Fréttablaðsins á dögunum þá er ný stefna Vísinda- og tækniráðs fyrir árin í 2017-2019 ekki neinum tengslum við raunveruleikann sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi. Hún „endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu“. Það hefur í raun verið tilfellið undanfarin ár. Stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem alla jafna er metnaðarfull, er sjaldan fylgt. Loforð um að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái þremur prósentum af landsframleiðslu hafa ítrekað verið svikin (tvö prósent 2016, 2,17 prósent 2015). Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi. Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun