Ólína gengur til liðs við Útvarp Sögu: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 08:00 Ólína Þorvarðardóttir snýr aftur í fjölmiðla. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira