Segir Samfylkinguna geta staðið við kosningaloforð um tugi milljarða króna í innviðauppbyggingu: Boðar hærri arðgreiðslur úr bönkunum og aukin auðlindagjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 13:45 Ágúst Ólafur Ágústsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að kosningaloforð Samfylkingarinnar um að tugir milljarða fari í innviðauppbyggingu hér á landi á ári hverju á næsta kjörtímabili sé ekki óraunhæft. Þá sé hægt að standa við loforðið án þess að hækka skatta á almenning. Í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag var ítarlega fjallað um skattkerfið og hvað upptaka hátekju-og auðlegðarskatts myndi skila í ríkiskassann. Þar kom fram að slíkir skattar gætu skilað 5 til 13 milljörðum í ríkiskassann á ári. Það gera á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum árlega sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið út fyrir kosningar, að því er fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá sagði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, að hann ætti erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ sagði Ari.Tala fyrir réttlátara skattkerfi Í samtali við Vísi segir Ágúst Ólafur mikilvægt að hafa í huga að Samfylkingin ætli sér ekki að hækka skatta á almenning. Flokkurinn vilji réttlátara skattkerfi og það felist í því að taka aukinn arð úr bönkunum, auka auðlindagjöld, skoða stóreignaskatt og athuga með hvaða hætti hægt sé að fá auknar tekjur af ferðaþjónustunni. „Við ætlum að setja meiri pening í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. Ef kjósendur vilja það þá þarf að ná í peningana einhvers staðar og það ætlum við að gera með miklu sanngjarnari hætti en hingað til hefur verið gert. Allir stjórnmálaflokkar hafa verið að lofa núna og fyrir síðustu kosningar 30 til 50 milljörðum í aukin útgjöld. Það er reyndar einn flokkur sem er að lofa 100 milljörðum í aukna uppbyggingu og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir eru að lofa langmest að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur og vísar í stefnu flokksins á heimasíðu hans.Þar segir að bankarnir hafi bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Þann pening vilji Sjálfstæðisflokkurinn nýta í nauðsynlegar innviðafjárfestingar. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin sjái fyrir sér að hægt sé að taka aukinn arð úr bönkunum. Íslandsbanki og Landsbanki eru að fullu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið fer með hlut í Arion banka. Ágúst Ólafur segir að Samfylkingin vilji ekki selja bankana strax en til lengri tíma eigi að selja Íslandsbanka og hlutinn í Arion. „Við ætlum að taka aukinn arð úr bönkunum, um það eru allir sammála. Eignir bankanna hafa aukist um 1000 milljarða frá hruni, eigið fé er um 660 milljarðar og það er hægt að taka aukinn arð frá þessum bönkum til að fjármagna innviðauppbyggingu á Íslandi,“ segir Ágúst Ólafur.Auðlindarentuskattur á orkufyrirtæki gæti skilað sjö milljörðum Varðandi auðlindagjöldin segir hann að sameiginlegu auðlindirnar, fiskurinn og orkan, séu ekki eign ákveðinna fyrirtækja eða fjölskyldna. Þá bendir hann á að aðeins eitt prósent af tekjum ríkisins komi frá auðlindagjöldum og að Samfylkingin telji svigrúm til að auka þau. „Þá teljum við að það ætti að koma til skoðunar að taka aukin gjöld af öðrum auðlindum en bara fiskinum. Ef við værum með sambærilegan auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki og er í Noregi þá myndi það færa ríkissjóði um sjö milljarða í ríkiskassann.“ Þá vill Samfylkingin skoða stóreignaskatt, gera hann tekjutengdan og undanskilja fasteignir fólks. Það kæmi því minna í ríkiskassann en árið 2014 sem er seinasta árið sem auðlegðarskattur var lagður á en leiðin sem Samfylkingin boðar nú er önnur en þá. Ágúst Ólafur viðurkennir að hér sé því ekki um risastóran skattstofn að ræða en allt telji. „Við viljum hafa hann tekjutengdan þannig að fólk sem á miklar eignir en hefur litlar tekjur lendi ekki í vandræðum með þennan skatt.“ Það síðasta sem Ágúst Ólafur nefnir er síðan ferðaþjónustan. Aðspurður hvort að Samfylkingunni hugnist að færa ferðaþjónustuna upp í efra skattþrep virðisaukaskatts segir Ágúst Ólafur að flokkurinn vilji ræða það við greinina sjálfa og skoða hvaða aðrar leiðir séu færar til að fá auknar tekjur af þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa liggja skýrt fyrir. 18. október 2017 07:15