Viðurkenndi að hafa svindlað á móti Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:45 Amandine Henry og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu í leiknum á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og hin franska Amandine Henry urðu á dögunum bandarískir meistarar með liði Portland Thorns en það var ekki eins gott á milli þeirra á EM í Hollandi síðasta sumar. Dagný var ekki alltof sátt með Amandine Henry þegar sú franska var örlagavaldur íslenska landsliðsins enda kom það á daginn að hún hafi verið að svindla á íslensku stelpunum. Amandine Henry fiskaði víti þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í leik Íslands og Frakklands á EM í Hollandi en þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu. Henry féll auðveldlega í teignum eftir samskipti við Elínu Mettu Jensen og úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný sagðist í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV hafa gengið á Amandine Henry þegar þær hittust aftur eftir EM og spurt hana út í meintan leikaraskap. „Það fyrsta sem ég spurði hana af var hvort hún hafi verið að dýfa sér í teignum og hún viðurkenndi það. Þá var ég ánægð því þá var ég ekki að bulla í viðtölum eftir leikinn. Ég vissi það alveg annars hefði ég ekki sagt þetta. Hún viðurkenndi þetta sem ég var ánægð með,“ sagði Dagný í viðtalsbrotinu sem sjá má hér fyrir neðan.Upp komast svik um síðir! Amandine Henry hin franska viðurkennir að hafa dýft sér gegn Íslandi á EM í sumar. https://t.co/oeEMgnH6pHpic.twitter.com/hlL92GaOdK — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 18, 2017 „Við ræddum leikinn þegar við hittumst aftur og föðmuðumst þá og þökkuðum hvorri annarri fyrir leikinn. Þetta sat í manni á meðan á EM stóð en svo kom ég út og hitti hana og þá er þetta bara búið. Svona er fótboltaleikurinn,“ sagði Dagný í viðtalinu við Þorkel Gunnar sem má sjá allt hér. Íslenska kvennalandsliðið er nú statt út í Þýskalandi þar sem liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM á morgun.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira