Best klædda fólkið í framboði Benedikt Bóas, Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 19. október 2017 17:00 Þessir einstaklingar komust á lista yfir best klædda fólkið í framboði. Það hefur fyrir löngu sýnt sig og sannað að klæðaburður og ásýnd fólks skiptir miklu máli þegar það vill ná góðum árangri í pólitík. Í tilefni þess að það styttist í kosningar leitaði Lífið til nokkurra álitsgjafa sem sögðu sína skoðun á því hvaða frambjóðendur væru flottastir í tauinu. „Óttarr Proppé er með baneitraðan og djarfan persónulegan stíl og ég sé ekki að hann hafi tónað hann neitt niður eftir að hann varð heilbrigðisráðherra, sem hann fær prik fyrir í mínum bókum. Ég kann vel að meta hvað hann er óhræddur við liti og hann er alveg að rokka haustlitapallettuna en mætti jafnvel bæta örfáum jökkum og rúllukrögum í safnið, svo hann sé ekki alltaf í sömu litunum.“ „Óttarr Proppé ber af með sínum frumleg- og smekklegheitum.“Baldur Borgþórsson er ekkert að flækja hvað varðar tísku og klæðaburð.„Baldur Borgþórsson er án efa með heiðarlegasta lúkkið í þessum kosningum. Við sjáum öll í gegnum jakkaföt Bjarna og Sigmundar, og okkur leiðast þau. Einkaþjálfaralúkkið sem Baldur hyggst koma með inn á Alþingi væri kærkomin breyting og merki um nýja tíma.“Vísir/Anton„Björt Ólafsdóttir er formaður og oddviti tískunefndar Alþingis. Hún tryggði sér embættið endanlega með stóra kjólamálinu en hún nær á eitursvalan hátt að bæta smá rokki við annars frekar einsleitan þingmannastílinn.“ „Hún styður vel við íslenska hönnun án þess að vera með hrosshársnælur eða þvíumlíkt.“ „Katrín Jakobsdóttir er smekkleg, afslöppuð en alltaf viðeigandi.“ „Þorgerður Katrín er alltaf smart, algjör töffari.“ „Bjarni Benediktsson er alltaf stílhreinn og passar upp á lúkkið. Aldrei „overdressed“, neglir einhvern veginn alltaf rétta lúkkið. Að mínu mati er hann klassa fyrir ofan aðra þegar kemur að klæðaburði.“Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir er töffari.http://bleikt.pressan.is/lesa/author/thelma/„Eydís Blöndal, a.k.a. mama on the go, hjá Vinstri grænum fær mitt atkvæði. Hún er ekki bara smart heldur líka flott fyrirmynd. Stíllinn er klassískur og fágaður en á sama tíma er lúkkið afslappað og töff.“ „Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir finnst mér vera best klædd því að hún er algjör töffari og er með allt á hreinu bæði í klæðaburði og mikilvægum málefnum.“ Aðrir sem fengu tískustig frá álitsgjöfumLogi Einarsson Þorvaldur Þorvaldsson Hildur Sverrisdóttir Álitsgjafar: Margrét Erla Maack fjöllistakona, Sunna Sæmundsdóttir fréttakona, Jóhann Kristófer Stefánsson tónlistarmaður, Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, Ólöf Rut verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð, Kjartan Atli Kjartansson útvarps- og sjónvarpsmaður, Karin Sveinsdóttir, tónlistarkona, Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður. Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það hefur fyrir löngu sýnt sig og sannað að klæðaburður og ásýnd fólks skiptir miklu máli þegar það vill ná góðum árangri í pólitík. Í tilefni þess að það styttist í kosningar leitaði Lífið til nokkurra álitsgjafa sem sögðu sína skoðun á því hvaða frambjóðendur væru flottastir í tauinu. „Óttarr Proppé er með baneitraðan og djarfan persónulegan stíl og ég sé ekki að hann hafi tónað hann neitt niður eftir að hann varð heilbrigðisráðherra, sem hann fær prik fyrir í mínum bókum. Ég kann vel að meta hvað hann er óhræddur við liti og hann er alveg að rokka haustlitapallettuna en mætti jafnvel bæta örfáum jökkum og rúllukrögum í safnið, svo hann sé ekki alltaf í sömu litunum.“ „Óttarr Proppé ber af með sínum frumleg- og smekklegheitum.“Baldur Borgþórsson er ekkert að flækja hvað varðar tísku og klæðaburð.„Baldur Borgþórsson er án efa með heiðarlegasta lúkkið í þessum kosningum. Við sjáum öll í gegnum jakkaföt Bjarna og Sigmundar, og okkur leiðast þau. Einkaþjálfaralúkkið sem Baldur hyggst koma með inn á Alþingi væri kærkomin breyting og merki um nýja tíma.“Vísir/Anton„Björt Ólafsdóttir er formaður og oddviti tískunefndar Alþingis. Hún tryggði sér embættið endanlega með stóra kjólamálinu en hún nær á eitursvalan hátt að bæta smá rokki við annars frekar einsleitan þingmannastílinn.“ „Hún styður vel við íslenska hönnun án þess að vera með hrosshársnælur eða þvíumlíkt.“ „Katrín Jakobsdóttir er smekkleg, afslöppuð en alltaf viðeigandi.“ „Þorgerður Katrín er alltaf smart, algjör töffari.“ „Bjarni Benediktsson er alltaf stílhreinn og passar upp á lúkkið. Aldrei „overdressed“, neglir einhvern veginn alltaf rétta lúkkið. Að mínu mati er hann klassa fyrir ofan aðra þegar kemur að klæðaburði.“Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir er töffari.http://bleikt.pressan.is/lesa/author/thelma/„Eydís Blöndal, a.k.a. mama on the go, hjá Vinstri grænum fær mitt atkvæði. Hún er ekki bara smart heldur líka flott fyrirmynd. Stíllinn er klassískur og fágaður en á sama tíma er lúkkið afslappað og töff.“ „Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir finnst mér vera best klædd því að hún er algjör töffari og er með allt á hreinu bæði í klæðaburði og mikilvægum málefnum.“ Aðrir sem fengu tískustig frá álitsgjöfumLogi Einarsson Þorvaldur Þorvaldsson Hildur Sverrisdóttir Álitsgjafar: Margrét Erla Maack fjöllistakona, Sunna Sæmundsdóttir fréttakona, Jóhann Kristófer Stefánsson tónlistarmaður, Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, Ólöf Rut verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð, Kjartan Atli Kjartansson útvarps- og sjónvarpsmaður, Karin Sveinsdóttir, tónlistarkona, Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður.
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira