Aðgerða er þörf Benedikt Bóas skrifar 2. október 2017 06:00 Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun