Börnin, skólar og símar Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2017 11:59 Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað.