Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:00 Tónleikagestir hlúa að slösuðum einstakling á vettvangi árásarinnar í gær. Aðrir klifra yfir girðingar og reyna að komast í skjól. Á innfelldu myndinni er árásarmaðurin Stephen Paddock. vísir/afp Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“ Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49