Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2017 08:49 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á mánudagskvöld. Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að vísbendingum um hvað árásarmanninum, hinum 64 ára gamla Stephen Paddock, gekk til en hún er engu nær um ástæðurnar að baki árásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi í gær lýst yfir ábyrgð á árásinni. Einhverjir þeirra sem komið að rannsókninni hafa gefið í skyn að Paddock hafi átt við geðræn vandamál að stríða en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Þá eru yfirvöld að reyna að púsla saman fjárhagsstöðu hans til að reyna að komast að hvaða ástæður gætu verið að baki árásinni.Mandalay-hótelið þaðan sem Paddock skaut á mannfjöldann.Vísir/AFPFundu 23 skotvopn á hótelherbergi Paddock Paddock hóf skothríð upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöld að staðartíma, eða snemma á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Hann skaut á mikinn mannfjölda sem staddur var á útitónleikum í Las Vegas, skammt frá Mandalay-hótelinu, en Paddock var í herbergi á 32. hæð hótelsins og skaut þaðan út um glugga á fólkið fyrir neðan. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherberginu og mikið vopnabúr heima hjá Paddock í bænum Mesquite sem er norðaustur af Las Vegas, alls 19 skotvopn og sprengiefni. Paddock var í sambúð með konu að nafni Marilou Danley en hún er erlendis og ekki talin tengjast árásinni. Lögreglan vill þó enn ná tali af henni. Árásin hefur komið skyldmennum Paddock algjörlega í opna skjöldu og sagði meðal annars bróðir hans, Eric Paddock, við fjölmiðla í gær að hann væri orðlaus vegna gjörða bróður síns.Frá vettvangi í Las Vegas í gær.vísir/gettyAuðugur maður sem stundaði fjárhættuspil og sigldi um á snekkjum Eric sagði þó bróðir hans hafi verið nokkuð auðugan. Hann hafi stundað fjárhættuspil, siglt um á snekkjum og dvalið mikið á hótelum. Paddock ólst upp ásamt bræðrum sínum hjá einstæðri móður sem sagði þeim að pabbi þeirra væri látinn. Hið rétta er að hann var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1961 fyrir nokkur bankarán. Pabbinn slapp þó úr fangelsi árið 1968 og gerðist bílasali í Oregon. Annar bróðir Paddock, Patrick, sagði við fjölmiðla hefði flutt mikið þegar þeir bræður voru litlir, frá Iowa til Tucson til suðurhluta Kaliforníu. Þá sagði Eric að Paddock hefði alls ekki verið mikill byssumaður. „Að hann hafi átt svona mikið af vopnum það er bara... hvar í fjandanum fékk hann sjálfvirk skotvopn?“ spurði Eric í gær.Að minnsta kosti 59 létust í árásinni og á sjötta hundrað manns eru særðir.vísir/afpNevada-ríki með eina frjálslegustu skotvopnalöggjöfina Skotvopnalöggjöfin í Nevada-ríki er ein sú frjálslegasta í Bandaríkjunum. Einstaklingar mega bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Byggt á fréttum BBC og New York Times. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tímasetningar voru ekki réttar í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að vísbendingum um hvað árásarmanninum, hinum 64 ára gamla Stephen Paddock, gekk til en hún er engu nær um ástæðurnar að baki árásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi í gær lýst yfir ábyrgð á árásinni. Einhverjir þeirra sem komið að rannsókninni hafa gefið í skyn að Paddock hafi átt við geðræn vandamál að stríða en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Þá eru yfirvöld að reyna að púsla saman fjárhagsstöðu hans til að reyna að komast að hvaða ástæður gætu verið að baki árásinni.Mandalay-hótelið þaðan sem Paddock skaut á mannfjöldann.Vísir/AFPFundu 23 skotvopn á hótelherbergi Paddock Paddock hóf skothríð upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöld að staðartíma, eða snemma á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Hann skaut á mikinn mannfjölda sem staddur var á útitónleikum í Las Vegas, skammt frá Mandalay-hótelinu, en Paddock var í herbergi á 32. hæð hótelsins og skaut þaðan út um glugga á fólkið fyrir neðan. Lögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherberginu og mikið vopnabúr heima hjá Paddock í bænum Mesquite sem er norðaustur af Las Vegas, alls 19 skotvopn og sprengiefni. Paddock var í sambúð með konu að nafni Marilou Danley en hún er erlendis og ekki talin tengjast árásinni. Lögreglan vill þó enn ná tali af henni. Árásin hefur komið skyldmennum Paddock algjörlega í opna skjöldu og sagði meðal annars bróðir hans, Eric Paddock, við fjölmiðla í gær að hann væri orðlaus vegna gjörða bróður síns.Frá vettvangi í Las Vegas í gær.vísir/gettyAuðugur maður sem stundaði fjárhættuspil og sigldi um á snekkjum Eric sagði þó bróðir hans hafi verið nokkuð auðugan. Hann hafi stundað fjárhættuspil, siglt um á snekkjum og dvalið mikið á hótelum. Paddock ólst upp ásamt bræðrum sínum hjá einstæðri móður sem sagði þeim að pabbi þeirra væri látinn. Hið rétta er að hann var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1961 fyrir nokkur bankarán. Pabbinn slapp þó úr fangelsi árið 1968 og gerðist bílasali í Oregon. Annar bróðir Paddock, Patrick, sagði við fjölmiðla hefði flutt mikið þegar þeir bræður voru litlir, frá Iowa til Tucson til suðurhluta Kaliforníu. Þá sagði Eric að Paddock hefði alls ekki verið mikill byssumaður. „Að hann hafi átt svona mikið af vopnum það er bara... hvar í fjandanum fékk hann sjálfvirk skotvopn?“ spurði Eric í gær.Að minnsta kosti 59 létust í árásinni og á sjötta hundrað manns eru særðir.vísir/afpNevada-ríki með eina frjálslegustu skotvopnalöggjöfina Skotvopnalöggjöfin í Nevada-ríki er ein sú frjálslegasta í Bandaríkjunum. Einstaklingar mega bera byssu og þurfa ekki að skrá sig sem byssueigendur. Bakgrunnur fólks er kannaður þegar það kaupir byssu en einstaklingar mega einnig selja hver öðrum byssur. Eigandi skotvopnaverslunar í Mesquite, heimabæ Paddock, hefur staðfest að hann hafi selt honum þrjár byssur síðastliðið ár, eina skammbyssu og tvo riffla. Öll kaupin voru lögleg og Paddock stóðst bakgrunnstékk sem gert er samkvæmt stöðlum Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Byggt á fréttum BBC og New York Times. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tímasetningar voru ekki réttar í upphaflegri útgáfu fréttarinnar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. 3. október 2017 06:00
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57
Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Tugir skotvopna hafa fundist á hótelherbergi og heimili fjöldamorðingjans í Las Vegas. Þá fannst efni til sprengjugerðar í bíl hans. 2. október 2017 22:50