Það er dýrt að búa á Íslandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. október 2017 15:07 Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður 20 milljóna króna fasteignaláns er um 80 þúsund krónum hærri á mánuði hér á landi á Íslandi en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því er einföld. Vextir af húsnæðislánum eru um þrisvar til fjórum sinnum hærri á Íslandi. Til að standa undir þessum kostnaði þurfum við að hafa 130 þúsund krónum meira í laun á mánuði en fólk á Norðurlöndunum. Það er dýrt að búa á Íslandi. Vextir á Íslandi eru einfaldlega allt of háir. Almenningi er gert of erfitt um vik að eignast húsnæði. Um það þarf vart að deila. Þetta vandamál hefur samt verið þrætuepli stjórnmálanna árum og jafnvel áratugum saman án þess að viðunandi lausn finnist á vandanum. Stjórnmálamenn eru iðnir við að gagnrýna Seðlabankann fyrir háa vexti. Staðreyndin er samt sú að bankinn vinnur eftir stefnu sem Alþingi setti honum fyrir 16 árum síðan. Það er ekki hægt að gagnrýna afleiðingar þessa fyrirkomulags árum saman án þess að koma með tillögur að lausn sem ræðst að rót vandans, þ.e. óstöðugleika og smæð íslensku krónunnar.Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnarSeðlabankinn vann ýtarlega skýrslu fyrir fimm árum síðan um valkosti okkar í þessum málum. Upptaka evru var þar talin besti kosturinn en einnig var fjallað um kosti og galla ýmissa annarra kosta svo sem fastgengis (svo sem myntráðs) eða umbóta á núverandi stefnu. Stjórnmálin gerðu því miður lítið sem ekkert með niðurstöður hennar. Það er ótrúlegt að skýrslan hafi ekki vakið meiri áhuga stjórnmálamanna en raun ber vitni, enda eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Viðreisn talaði fyrir fastgengisstefnu fyrir síðustu kosningar, svonefndu Myntráði. Við höfum einnig bent á kosti evrunnar, en upptaka hennar er auðvitað háð inngöngu í Evrópusambandið. Strax eftir að ný ríkisstjórn tók við í janúar á þessu ári var skipaður starfshópur um endurskoðun peningastefnunnar. Það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld ráðast í þá vinnu frá 2001. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig færustu erlenda sérfræðinga til að taka út kosti og galla núverandi fyrirkomulags auk þess að fjalla sérstaklega um myntráð. Hópurinn mun skila niðurstöðum sínum fljótlega upp úr áramótum. Hátt vaxtastig hér á landi er önnur af helstu ástæðum þess að það er dýrt að búa hér á landi. Hin er hátt matvælaverð. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram að skila auðu í þessum málum. Fátt getur aukið velferð okkar meira en lækkun vaxta og matvælaverðs. Það er löngu tímabært að laga þetta.Höfundur er félags- og jafnréttisráðherra.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar