Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 17:57 Alda Hrönn Jóhannsdóttir. „Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“ Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
„Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“
Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46
Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05