Brot af því besta á RIFF Tómas Valgeirsson skrifar 5. október 2017 11:00 Vetrarbræður: Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd. Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á. Winter Brothers / Vinterbrødre Leikstjóri: Hlynur Pálmason Fjórar stjörnur af fimm Í dimma kalknámu í Danmörku mæta bræðurnir Emil og Johan til vinnu dag eftir dag. Kuldinn er allsráðandi. Ekki á það bara við um vetrartímann sem umlykur söguna, heldur hvernig mannlegum samskiptum er háttað hjá bræðrunum, þar sérstaklega Emil, sem er töluvert lágstemmdari og sorglegri, hreint út sagt. Í frístundum sínum glápir Emil á nágrannastúlku sína gegnum gluggann og bruggar áfengan viðbjóð úr efnum sem hann stelur úr námunum og selur svo kollegum sínum. En hvað gerist svo þegar Emil er neyddur út fyrir þægindaramma sinn? Það blasir nánast alveg við augum að leikstjóri myndarinnar eigi sér bakgrunn í ljósmyndun og myndlist. Myndmálið poppar allsvakalega út, meira að segja í hinu hversdagslegasta umhverfi, og oft er spilað með þagnir á réttum stöðum þar sem römmunum er leyft að koma sínu til skila án mikils rembings. Við stjórnvölinn situr Hlynur Pálmason með þétt taumhald þar sem sjálfsörugg og einföld frásögn hans fær að anda út. Einnig er kvikmyndataka Mariu von Hausswolff alveg meiriháttar og gæðir andrúmsloft og fíling, sem er að mestu óaðlaðandi eða eymdarlegt, ómældri fegurð. Hljóðmyndin er líka ákaflega vönduð. Dýnamík bræðranna er kostuleg (hvernig samband þeirra á það til að leysast bókstaflega upp í pissukeppni er hrein dásemd), þótt sagan snúist í rauninni öll í kringum einfarann Emil. Hann er einfaldur en flókinn á sama tíma. Það er erfitt að halda upp á hann en maður kemst ekki hjá því að finna örlítið til með honum í baráttu hans við að finna sinn stað í lífinu þegar hristist upp í tilverunni. Það kemur hins vegar fyrir að myndin virki frekar stefnulaus, í miðbikinu hvað mest, og tekst leikstjóranum ekki alveg að landa bláendanum eins og hann vill. Einnig er leitt hversu lítil áhersla er lögð á Johan og ekki síður leikkonuna Victoria Carmen Sonne sem leikur Önnu, nágranna bræðranna, en bæði tvö eru augljóslega mjög mikilvæg í lífi aðalpersónunnar, ef ekki þau einu mikilvægu. Vetrarbræður gengur hins vegar listilega upp þrátt fyrir smágalla sína. Hún er heilt yfir skondin, pínu dökk, öðruvísi og tilraunagleðin nýtur sín oftar en ekki, sérstaklega þegar stíllinn daðrar við súrrealisma eða draumkenndar senur. Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd. Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á.Disappearance er stutt, brött og hefði ekki mátt vera svo mikið sem senu lengri, en raunsæið sker sig úr og hljóðlátur en firnasterkur endir innsiglar skilaboðin vel og tryggir litla perlu sem er þess virði að ræða.Disappearance / Napadid Shodan Leikstjóri: Ali Asgari Fjórar stjörnur af fimm Það getur oft verið erfitt að vera ungur, vitlaus og ástfanginn, sérstaklega innan samfélagsreglna í Íran, eins og þau Sara og Hamed fá að kynnast. Disappearance gerist á örlagaríkri nóttu þar sem þau flakka milli sjúkrahúsa í Teheran í von um að fá aðstoð eftir óhapp sem hvorugt þeirra þorir mikið að hafa hátt um. Nóttin framundan verður þó löng og sér parið að afleiðingar kæruleysis þeirra munu hafa hafa gríðarleg áhrif á framtíð þeirra beggja. Disappearance er ekki það fyrsta sem neinn ætti að leita til í leit að skemmtun eða afþreyingu. Myndin endurtekur sig, sérstaklega í því hvernig parið flakkar á milli einsleitra spítala og upplifir svipuð vonbrigði aftur og aftur. En það er meira eða minna tilgangurinn. Þau eru föst í slæmri hringekju sem kemur frá erfiðum aðstæðum og kröfum samfélagsins sem eru á góðri leið með að drepa ástina, eða í það minnsta draga úr hvatvísi hennar. Leikstýran Ali Asgari einblínir á rýrnun sakleysisins með hægum en grípandi hætti. Við kynnumst aðalpersónunum ekkert gríðarlega en myndin snýst meira um ástand þeirra heldur en tengsl. Fjarlægðin sem myndast hjá þeim með hverri senu er sömuleiðis í einu burðarhlutverkinu og áhorfandinn finnur stöðugt fyrir henni. Asgari vinnur óaðfinnanlega með leikurum sínum og kreistir út trúverðugan leik frá skjáparinu og rífur pent í hjartaræturnar með litlu augnablikunum í sögunni. Myndin er stutt, brött og hefði ekki mátt vera svo mikið sem senu lengri, en raunsæið sker sig úr og hljóðlátur en firnasterkur endir innsiglar skilaboðin vel og tryggir litla perlu sem er þess virði að ræða.Miracle er beinskeytt og skemmtileg, lágstemmd, fyndin á köflum, ýkt í uppsetningu og framvindu en jarðbundin og trúverðug í persónusamskiptunum. Gott í þessu.Miracle / Stebuklas Leikstjóri: Egle Vertelyte Fjórar stjörnur af fimm Miracle gerist í litlum bæ í Litháen í kringum upphaf tíunda áratugarins. Bærinn var áður undir kommúnistastjórn og ríkir mikil eymd meðal íbúa. Aðalpersóna myndarinnar, Irena (frábærlega leikin af Eglé Mikulionyté), er sjálf á barmi gjaldþrots og er eigandi svínabús sem ekki ber sig. Lífið virðist vera á hraðri leið niður á við þegar skyndilega mætir auðugur, amerískur herramaður (Vyto Ruginis) í bæinn og lætur ekki lítið fyrir sér fara. Ameríkaninn vill kaupa svínabúið, finna nýjan flöt á rekstrinum og hefur kannski eða kannski ekki lausnina á öllum vandamálum Irenu. Er draumurinn þá að rætast eða er eitthvert smátt letur sem enn hefur ekki komið í ljós? Og er nokkuð hægt að velta sér upp úr smáu letri þegar möguleikarnir eru takmarkaðir fyrir? Sagan fjallar með ferskum hætti um tengingu okkar við fortíðina, heimaslóðir, erfiðleikana við að horfa fram á við og hvernig lítið, hrörnandi bæjarsamfélag tekur umsvifalaust nýjan lit þegar áhrif og peningamáttur Kanans kemur og umbreytir öllu á örlagastundu. Í leikstjórasætinu sér Egle Vertelyte til þess að enginn rammi fari til spillis og heldur líflegum takti með óútreiknanlegri framvindu sem aldrei missir flugið eða yfirsýn yfir farsann eða þemun. Stíllinn minnir heilmikið á verk eftir Aki Kaurismaki en andrúmsloftið er léttgeggjað og skemmtilega þurr húmor yfirgnæfir smábæjarsöguna sem hefur ýmislegt að segja. Kaldhæðni leikur einnig mjög stórt hlutverk. Myndin er beinskeytt og skemmtileg, lágstemmd, fyndin á köflum, ýkt í uppsetningu og framvindu en jarðbundin og trúverðug í persónusamskiptunum. Gott í þessu.Soldiers: Story From Ferentari er fínasta mynd yfir heildina sem hefði þó getað orðið frábær ef svona tuttugu mínútur hefðu verið klipptar af heildarlengdinni.Soldiers: Story From Ferentari Leikstjóri: Ivana Mladenovic Þrjár stjörnur af fimm Mannfræðingurinn Adi flytur í fátækasta hverfi Búkarest til að skrifa um manele-tónlist eftir að kærasta hans yfirgefur hann. Í hverfinu kynnist hann fyrrverandi fanga, Alberto, og eftir að óvænt tengsl myndast þeirra á milli eru mennirnir komnir í ástarsamband, og sambúð seinna meir. Adi er sannfærður um að þetta verði bara fínasta tilbreyting en Alberto er óskaplega krefjandi, ókurteis og ósjálfstæður einstaklingur. Adi gæti hafa gert stór mistök og finnur fyrir því á ný hvað ástin er erfið, og enn erfiðari þegar ómögulegt er að hafa nokkurn hemil á elskhuganum. Soldiers er í fyrsta lagi ljúfsár og mynd, full af hreinskilni, þar sem gallalaus frammistaða aðalleikaranna mótar mjög náttúrulegt andrúmsloft, jafnvel þótt persónurnar séu ekkert sérstaklega eftirminnilegar (Adi þá aðallega). Áhorfandinn gerist fluga á vegg og tengir sig við stefnu sambandsins hjá mönnunum. Ef tengslin hefðu ekki gengið upp væri myndin fljót að gliðna í sundur, en trúverðugleikinn heldur öllu saman. Alberto er athyglisverður á sinn hátt á meðan Adi er töluvert flatari, en hann er líka hljóðlátari týpan sem lætur margt yfir sig ganga. Myndin veitir örlitla innsýn í tónlistarsenu Rómafólks (sem er tengt sérstaklega við manele-poppið) en hefur litlu við að bæta í þeim málum nema fyrir þá sem þekkja menningarheiminn betur fyrir. Myndin á það til að dragast á langinn með skotum af bæjarsamfélaginu og löngum tökum sem koma á tíðum út eins og myndin sé að leggjast í einhvern dvala. Á tæknilegu stigi er lítið til að hrópa húrra fyrir en Soldiers flæðir pollrólega með sannfæringarkraftinn að vopni. Fínasta mynd yfir heildina sem hefði þó getað orðið frábær ef svona tuttugu mínútur hefðu verið klipptar af heildarlengdinni. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Winter Brothers / Vinterbrødre Leikstjóri: Hlynur Pálmason Fjórar stjörnur af fimm Í dimma kalknámu í Danmörku mæta bræðurnir Emil og Johan til vinnu dag eftir dag. Kuldinn er allsráðandi. Ekki á það bara við um vetrartímann sem umlykur söguna, heldur hvernig mannlegum samskiptum er háttað hjá bræðrunum, þar sérstaklega Emil, sem er töluvert lágstemmdari og sorglegri, hreint út sagt. Í frístundum sínum glápir Emil á nágrannastúlku sína gegnum gluggann og bruggar áfengan viðbjóð úr efnum sem hann stelur úr námunum og selur svo kollegum sínum. En hvað gerist svo þegar Emil er neyddur út fyrir þægindaramma sinn? Það blasir nánast alveg við augum að leikstjóri myndarinnar eigi sér bakgrunn í ljósmyndun og myndlist. Myndmálið poppar allsvakalega út, meira að segja í hinu hversdagslegasta umhverfi, og oft er spilað með þagnir á réttum stöðum þar sem römmunum er leyft að koma sínu til skila án mikils rembings. Við stjórnvölinn situr Hlynur Pálmason með þétt taumhald þar sem sjálfsörugg og einföld frásögn hans fær að anda út. Einnig er kvikmyndataka Mariu von Hausswolff alveg meiriháttar og gæðir andrúmsloft og fíling, sem er að mestu óaðlaðandi eða eymdarlegt, ómældri fegurð. Hljóðmyndin er líka ákaflega vönduð. Dýnamík bræðranna er kostuleg (hvernig samband þeirra á það til að leysast bókstaflega upp í pissukeppni er hrein dásemd), þótt sagan snúist í rauninni öll í kringum einfarann Emil. Hann er einfaldur en flókinn á sama tíma. Það er erfitt að halda upp á hann en maður kemst ekki hjá því að finna örlítið til með honum í baráttu hans við að finna sinn stað í lífinu þegar hristist upp í tilverunni. Það kemur hins vegar fyrir að myndin virki frekar stefnulaus, í miðbikinu hvað mest, og tekst leikstjóranum ekki alveg að landa bláendanum eins og hann vill. Einnig er leitt hversu lítil áhersla er lögð á Johan og ekki síður leikkonuna Victoria Carmen Sonne sem leikur Önnu, nágranna bræðranna, en bæði tvö eru augljóslega mjög mikilvæg í lífi aðalpersónunnar, ef ekki þau einu mikilvægu. Vetrarbræður gengur hins vegar listilega upp þrátt fyrir smágalla sína. Hún er heilt yfir skondin, pínu dökk, öðruvísi og tilraunagleðin nýtur sín oftar en ekki, sérstaklega þegar stíllinn daðrar við súrrealisma eða draumkenndar senur. Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd. Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á.Disappearance er stutt, brött og hefði ekki mátt vera svo mikið sem senu lengri, en raunsæið sker sig úr og hljóðlátur en firnasterkur endir innsiglar skilaboðin vel og tryggir litla perlu sem er þess virði að ræða.Disappearance / Napadid Shodan Leikstjóri: Ali Asgari Fjórar stjörnur af fimm Það getur oft verið erfitt að vera ungur, vitlaus og ástfanginn, sérstaklega innan samfélagsreglna í Íran, eins og þau Sara og Hamed fá að kynnast. Disappearance gerist á örlagaríkri nóttu þar sem þau flakka milli sjúkrahúsa í Teheran í von um að fá aðstoð eftir óhapp sem hvorugt þeirra þorir mikið að hafa hátt um. Nóttin framundan verður þó löng og sér parið að afleiðingar kæruleysis þeirra munu hafa hafa gríðarleg áhrif á framtíð þeirra beggja. Disappearance er ekki það fyrsta sem neinn ætti að leita til í leit að skemmtun eða afþreyingu. Myndin endurtekur sig, sérstaklega í því hvernig parið flakkar á milli einsleitra spítala og upplifir svipuð vonbrigði aftur og aftur. En það er meira eða minna tilgangurinn. Þau eru föst í slæmri hringekju sem kemur frá erfiðum aðstæðum og kröfum samfélagsins sem eru á góðri leið með að drepa ástina, eða í það minnsta draga úr hvatvísi hennar. Leikstýran Ali Asgari einblínir á rýrnun sakleysisins með hægum en grípandi hætti. Við kynnumst aðalpersónunum ekkert gríðarlega en myndin snýst meira um ástand þeirra heldur en tengsl. Fjarlægðin sem myndast hjá þeim með hverri senu er sömuleiðis í einu burðarhlutverkinu og áhorfandinn finnur stöðugt fyrir henni. Asgari vinnur óaðfinnanlega með leikurum sínum og kreistir út trúverðugan leik frá skjáparinu og rífur pent í hjartaræturnar með litlu augnablikunum í sögunni. Myndin er stutt, brött og hefði ekki mátt vera svo mikið sem senu lengri, en raunsæið sker sig úr og hljóðlátur en firnasterkur endir innsiglar skilaboðin vel og tryggir litla perlu sem er þess virði að ræða.Miracle er beinskeytt og skemmtileg, lágstemmd, fyndin á köflum, ýkt í uppsetningu og framvindu en jarðbundin og trúverðug í persónusamskiptunum. Gott í þessu.Miracle / Stebuklas Leikstjóri: Egle Vertelyte Fjórar stjörnur af fimm Miracle gerist í litlum bæ í Litháen í kringum upphaf tíunda áratugarins. Bærinn var áður undir kommúnistastjórn og ríkir mikil eymd meðal íbúa. Aðalpersóna myndarinnar, Irena (frábærlega leikin af Eglé Mikulionyté), er sjálf á barmi gjaldþrots og er eigandi svínabús sem ekki ber sig. Lífið virðist vera á hraðri leið niður á við þegar skyndilega mætir auðugur, amerískur herramaður (Vyto Ruginis) í bæinn og lætur ekki lítið fyrir sér fara. Ameríkaninn vill kaupa svínabúið, finna nýjan flöt á rekstrinum og hefur kannski eða kannski ekki lausnina á öllum vandamálum Irenu. Er draumurinn þá að rætast eða er eitthvert smátt letur sem enn hefur ekki komið í ljós? Og er nokkuð hægt að velta sér upp úr smáu letri þegar möguleikarnir eru takmarkaðir fyrir? Sagan fjallar með ferskum hætti um tengingu okkar við fortíðina, heimaslóðir, erfiðleikana við að horfa fram á við og hvernig lítið, hrörnandi bæjarsamfélag tekur umsvifalaust nýjan lit þegar áhrif og peningamáttur Kanans kemur og umbreytir öllu á örlagastundu. Í leikstjórasætinu sér Egle Vertelyte til þess að enginn rammi fari til spillis og heldur líflegum takti með óútreiknanlegri framvindu sem aldrei missir flugið eða yfirsýn yfir farsann eða þemun. Stíllinn minnir heilmikið á verk eftir Aki Kaurismaki en andrúmsloftið er léttgeggjað og skemmtilega þurr húmor yfirgnæfir smábæjarsöguna sem hefur ýmislegt að segja. Kaldhæðni leikur einnig mjög stórt hlutverk. Myndin er beinskeytt og skemmtileg, lágstemmd, fyndin á köflum, ýkt í uppsetningu og framvindu en jarðbundin og trúverðug í persónusamskiptunum. Gott í þessu.Soldiers: Story From Ferentari er fínasta mynd yfir heildina sem hefði þó getað orðið frábær ef svona tuttugu mínútur hefðu verið klipptar af heildarlengdinni.Soldiers: Story From Ferentari Leikstjóri: Ivana Mladenovic Þrjár stjörnur af fimm Mannfræðingurinn Adi flytur í fátækasta hverfi Búkarest til að skrifa um manele-tónlist eftir að kærasta hans yfirgefur hann. Í hverfinu kynnist hann fyrrverandi fanga, Alberto, og eftir að óvænt tengsl myndast þeirra á milli eru mennirnir komnir í ástarsamband, og sambúð seinna meir. Adi er sannfærður um að þetta verði bara fínasta tilbreyting en Alberto er óskaplega krefjandi, ókurteis og ósjálfstæður einstaklingur. Adi gæti hafa gert stór mistök og finnur fyrir því á ný hvað ástin er erfið, og enn erfiðari þegar ómögulegt er að hafa nokkurn hemil á elskhuganum. Soldiers er í fyrsta lagi ljúfsár og mynd, full af hreinskilni, þar sem gallalaus frammistaða aðalleikaranna mótar mjög náttúrulegt andrúmsloft, jafnvel þótt persónurnar séu ekkert sérstaklega eftirminnilegar (Adi þá aðallega). Áhorfandinn gerist fluga á vegg og tengir sig við stefnu sambandsins hjá mönnunum. Ef tengslin hefðu ekki gengið upp væri myndin fljót að gliðna í sundur, en trúverðugleikinn heldur öllu saman. Alberto er athyglisverður á sinn hátt á meðan Adi er töluvert flatari, en hann er líka hljóðlátari týpan sem lætur margt yfir sig ganga. Myndin veitir örlitla innsýn í tónlistarsenu Rómafólks (sem er tengt sérstaklega við manele-poppið) en hefur litlu við að bæta í þeim málum nema fyrir þá sem þekkja menningarheiminn betur fyrir. Myndin á það til að dragast á langinn með skotum af bæjarsamfélaginu og löngum tökum sem koma á tíðum út eins og myndin sé að leggjast í einhvern dvala. Á tæknilegu stigi er lítið til að hrópa húrra fyrir en Soldiers flæðir pollrólega með sannfæringarkraftinn að vopni. Fínasta mynd yfir heildina sem hefði þó getað orðið frábær ef svona tuttugu mínútur hefðu verið klipptar af heildarlengdinni.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira