Carlos Nuzman, forseti brasilísku Ólympíunefndarinnar var handtekinn í dag í heimalandi sínu grunaður um spillingu en þetta kemur fram hjá Agencia Brasil fréttastofunni.
Nuzman hefur verið sakaður um það að hafa keypt atkvæði þegar Ríó sóttist eftir því að fá að halda Ólympíuleikanna 2016. CNN segir frá.
Rannsóknin beindist einnig að Leonardo Gryner, framkvæmdastjóra skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og var hann einnig handtekinn vegna þessa leiðinlega máls.
Báðir menn eru ákærðir um spillingu, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi.
Alþjóðaólympíunefndin hefur beðið brasilísk stjórnvöld um allar upplýsingar um málið svo að hægt sé að halda áfram innanhús rannsókn hjá Alþjóðaólympíunefndinni vegna þessa máls.
Brasilíumenn fengu leikana árið 2009 og þeir fóru fram í Ríó fyrir ári síðan. Þetta var í fyrsta sinn sem Ólympíuleikarnir fóru fram í Suður-Ameríku.
Undanfarið hefur verið mikið skrifað um hrörlegt ástand margra keppnisstaða á Ólympíuleikunum 2016 sem hafa verið í niðurníðslu síðan að leikunum lauk. Þetta bætist síðan ofan á það og Ríó-leikarnir fara fljótt að breytast í þá svörtustu í sögunni.
Forseti Ólympíunefndar Brasilíu handtekinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn

„Ég er 100% pirraður“
Enski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn