Framsókn og ég Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. október 2017 07:00 Ég hef verið með Framsóknarflokkinn á bakinu í 46 ár og er orðinn ansi þreyttur á honum. Ég er varla einn um þetta enda flokkurinn hundrað ára meinsemd og fólk streymir nú úr honum sem aldrei fyrr. Flóttafólkið mætti þó hafa í huga að hvert sem maður fer tekur maður sjálfan sig alltaf með. Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður. Ég fæddist nefnilega inn í Framsóknarflokkinn. Hef aldrei verið skráður í hann og hef því ekki getað skráð mig úr honum. En hef eytt allri minni ævi í að sverja hann af mér. Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími. Ég var ekki orðinn eins árs þegar tíu miðar frá happdrætti Félags ungra framsóknarmanna duttu óumbeðnir inn um bréfalúguna hjá ungum foreldrum mínum. Ég bara fæddist inn í flokkinn! Mér var strítt í æsku og fyrsti tengdapabbi minn úrskurðaði mig ónýtan til undaneldis. Kærði sig ekki um barnabörn sem bæru hinn arfgenga og ólæknandi framsóknarvírus. Nokkuð hefur dregið úr framsóknarofsóknunum á hendur mér í seinni tíð og sem betur fer deyja þeir nú hratt út sem tengja nafn mitt við flokkinn. Mér finnst samt að við ættum að gefa Framsóknarflokkum frí og leyfa mér að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég hef verið með Framsóknarflokkinn á bakinu í 46 ár og er orðinn ansi þreyttur á honum. Ég er varla einn um þetta enda flokkurinn hundrað ára meinsemd og fólk streymir nú úr honum sem aldrei fyrr. Flóttafólkið mætti þó hafa í huga að hvert sem maður fer tekur maður sjálfan sig alltaf með. Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður. Ég fæddist nefnilega inn í Framsóknarflokkinn. Hef aldrei verið skráður í hann og hef því ekki getað skráð mig úr honum. En hef eytt allri minni ævi í að sverja hann af mér. Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími. Ég var ekki orðinn eins árs þegar tíu miðar frá happdrætti Félags ungra framsóknarmanna duttu óumbeðnir inn um bréfalúguna hjá ungum foreldrum mínum. Ég bara fæddist inn í flokkinn! Mér var strítt í æsku og fyrsti tengdapabbi minn úrskurðaði mig ónýtan til undaneldis. Kærði sig ekki um barnabörn sem bæru hinn arfgenga og ólæknandi framsóknarvírus. Nokkuð hefur dregið úr framsóknarofsóknunum á hendur mér í seinni tíð og sem betur fer deyja þeir nú hratt út sem tengja nafn mitt við flokkinn. Mér finnst samt að við ættum að gefa Framsóknarflokkum frí og leyfa mér að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun