Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 17:52 Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43