Kóngurinn drekkur líka úr ánni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 10:15 Jón Svavar, Arnar Dan og Álfrún í forgrunni – Stúlknakór Reykjavíkur á bak við. Vísir/Ernir Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“ Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“
Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira