May gæti látið Johnson taka poka sinn Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 14:06 Johnson hefur verið talinn grafa undan May. Vísir/AFP Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð. Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð.
Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44