Þrýst á May að birta skjal um afturköllun á útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 06:00 Allt gekk á afturfótunum hjá Theresu May á landsþinginu. vísir/epa Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06