„Þið eruð að drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 09:00 Aðstoð hefur borist til Puerto Rico en ljóst er að fjölmargir til viðbótar þurfa hjálp. Vísir/GEtty „Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira