Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. september 2017 14:55 Gunnar Bragi hyggst ræða við Sigmund Davíð en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Miðflokkinn. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“ Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira