Dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira