Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 08:23 Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi. vísir/kolbeinn tumi Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17