Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2017 13:15 Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt. Vísir Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56