Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2017 13:15 Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt. Vísir Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56