Krefjast vikulangs gæsluvarðhalds yfir manninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 15:18 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56