Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2017 22:45 Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna. Ný Ölfusárbrú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna.
Ný Ölfusárbrú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira